Opið hús Brakkasamtakanna

  • 19.5.2019

Primex Iceland og Brakkasamtökin - BRCA Iceland skrifuðu á dögunum undir samsstarfssamning og meðlimir samtakana fá ChitoCare græðandi vörur sem hafa reynst vel á ör.

Við erum stolt af því að styðja við bakið á þessum frábæru samtökum. Við hvetjum alla til að mæta á þennan glæsilega viðburð.

Brakkasamtökin standa fyrir opnu húsi þann 19. maí næstkomandi þar sem opnuð verður ný heimasíða með fræðsluefni fyrir arfbera og fjölskyldur þeirra.

Á opna húsinu mun fjölbreyttur hópur fræðimanna, sem hefur lagt til efni á heimasíðuna, kynna fræðsluefni síðunnar og stuðla að umræðum um stöðu mála varðandi BRCA og arfgeng krabbamein á Íslandi.

Einnig munu fyrirtæki og stofnanir vera með bása á staðnum og kynna starfsemina sína, 

m.a Stoð, Primex og Eirberg. 

Fundarstjóri: Katrín Júlíusdóttir


‍Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!

Boðið verður upp á kaffi og veitingar

Hlökkum til að sjá ykkur!

 https://www.brca.is/dagskra